5.900,00 ISK

Every month

Your payment information will be stored on a secure server for future purchases

Vinsamlegast samþykktu eftirfarandi skilmála áður en þú skráir þig:

 1. Ábyrgð á Eigin Heilsu:

  Með því að skrá þig í hópþjálfunina samþykkir þú að taka fulla ábyrgð á eigin heilsu.

Þú staðfestir að þú hafir heilsu til að æfa og tekur ábyrgð á hvers kyns meiðslum sem gætu átt sér stað við að fylgja æfingum. 

 2. Deiling á efni:

  Efni sem er aðgengilegt á innra svæði hópþjálfunarinnar er einungis ætlað fyrir skráða meðlimi.

Þú samþykkir að deila ekki þessu efni með öðrum, hvort sem það er í prentuðu formi, rafrænu formi eða á annan hátt. Öll réttindi til efnisins eru áskilin og það er eingöngu ætlað til persónulegrar notkunar þátttakenda í hópþjálfuninni.

Ef þú hefur einhverjar spurningar, vinsamlegast hafðu samband áður en þú skráir þig.

Bestu kveðjur,

Endurafit

Endurafit Samfélagið

Endurafit Samfélagið gefur þér strúktúr, aðhald og allar þær upplýsingar sem þú þarft til að komast í þitt besta alhliða hlaupaform. 

Fullkomið fyrir þig ef þú vilt bæta tíma í 5-10km, byggja úthald til að hlaupa allt að 21km og gera hlaup að föstum vana í þínu lífi, eitthvað sem þú hlakkar til að gera.

Það sem er innifalið:

  • Vikulegt æfingaplan fyrir 5 mismunandi getustig. 
  • Vaxandi safn af æfingaplönum fyrir mismunandi markmið.
  • Vikuleg Live þjálfunarsímtöl með Daða + hóp tékk in til að halda þér í rútínu. 
  • Styrktaræfingar á myndbandi svo þú getir fylgt mér í gegnum æfinguna + ítarlegri lyftingarprógrömm.
  • Innra svæði með leiðbeiningum til að hámarka þína þjálfun: 
    • Næring fyrir hlaupaæfingar.
    • Að lágmarka líkur á meiðslum.
    • Að finna rétt pace á æfingum. 
    • Upphitun og teygjur fyrir hlaupara. 
    • Að stilla þín hjartsláttar zone.  

Allt þetta er aðgengilegt á þægilegan hátt í Endurafit appinu.

Það sem ánægðir hlauparar hafa að segja:

Mér fannst þjálfunin frábær. Mjög skýrt og aðgengilegt æfingarplan og flott að það sé hægt að velja æfingaplan út frá getustigi og tíma sem við kjósum að helga hlaupaæfingunum. Daði var mjög aðgengilegur á spjallborðinu og svaraði mínum spurningum vel og ítarlega. Hann var einnig duglegur að hvetja okkur áfram á jákvæðan hátt.

Anna Margrét Þrastardóttir

Eftir nokkur ár af því að vera í og úr ræktinni og bumbubolta ákvað ég að skrá mig í þjálfun hjá Daða. Fram að því hafði ég í raun bara farið út að hlaupa þegar það var orðið það langt síðan ég fór út að hlaupa, að ég var búinn að gleyma hversu leiðinlegt mér þætti það. Í hlaupaþjálfun Daða náði gríðarlegum bætingum sem var ótrúlega gaman - en fyrst og fremst náði Daði að gera hlaup skemmtileg og að einhverju til að hlakka til, ólíkt því sem áður var. Æfingarnar voru góðar, fjölbreyttar og krefjandi og er Daði mjög einlægur, metnaðarfullur og hvetjandi þjálfari. Hann fær toppmeðmæli frá mér!

Kári Jóhannesarson